7.10.2008 | 00:23
Fjármálaeftirlitið
Ég hef mikinn áhuga á því að vita hverjir eru stjórnendur í fjármálaeftirlitinu. Eru það útbrunnir stjórnmálamenn eða kannski, flokksgæðingar? Eða eru þetta kannski fagmenn sem kunna til verka. Ekki langar mig að sjá þetta nýja vald notað til að hygla einkavinum og vandamönnum sínum. Þetta fjármálaeftirlit hefur núna fjöregg þjóðarinnar á valdi sínu og vona ég að skynsamlega verði farið að lausnum, og almannaheill alltaf látinn ráða. Ein áhyggjufull
Ný lög um fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
veit ekki hverjir eru í þessu fjármáleftirliti en það hefur fengið alræðisvald?
Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 00:29
Tek undir þetta. Sú ábyrgð sem þessari stofnun hefur verið lögð í hendur er afar mikil og trúverðugleiki hennar verður að vera hafinn yfir allan efa. Ýmsir muna að viku áður en Glitnir var tekinn í gjörgæslu ríkisins fékk hann grænt ljós frá þessari stofnun.
Árni Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 00:30
Virðist nú samt sem fjöreggið hafi ekki verið í svo góðum höndum og sé á leiðinni að steypa þjóðarskútunni ef ekkert er gert í málunum. Davíð er amk ekki í fjármálaeftirlitinu og það er kostur........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:45
Vonandi Lísa Hver veit hverjir eru í þessu fjármálaeftirliti?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:46
Eftir því sem ég best veit, er fagfólk í FME, ég þekki nokkra sem vinna þarna og ég held ekki að stjórnendur eftirlitsins séu útbrunnir pólitíkusar. Annars held ég að miðað við núverandi aðstæður, sé okkur betur borgið með völdin hjá FME heldur en eigendum bankanna, sem eru hundfúlir og pissed þessa dagana yfir stórmilljóna- og milljarða tapi sínu á síðustu dögum. Svoleiðis köllum er alveg skítsama um okkur, en í dag er Ríkinu það ekki, það ætlar að fórna ríku köllunum fyrir almenninginn.
Lilja G. Bolladóttir, 7.10.2008 kl. 03:49
Það hefur alltaf verið dýrt að vera fátækur.......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.