Myndavélin mín skrapp norður um helgina

Sú 18 ára skrapp norður í Fljótin um helgina, myndavélin mín fékk að fljóta með og voru fyrirmæli með myndavélinni að taka fullt af myndum af barnabarninu mínu honum Daníel Esekíel.  Ég hef ekki séð þau mæðgin í rúma 3 mánuði, mér fannst gaman að sjá myndir af þeim.   Jóna Salvör er að vinna á Sauðárkróki og er Daníel á leikskólanum á Hofsósi.  Hún keyrir fram og til baka á hverjum degi, og kvíði ég því þegar vetrarhörkur fara að trufla aksturinn.  Þeirri 18 ára gekk vel að keyra norður á laugardaginn, en á heimleiðinni lenti hún í árekstri rétt hjá Sauðárkróki.  Hún kom að beygju á töluverðum hraða og í þessari blindbeygju var eldri maður sem keyrði á sínum hraða eða 30km.  Dóttirin reyndi að bremsa og síðan að taka framúr þessum manni en rak hægra framhornið á bílnum sínum í vinstra afturhorn þessa hægfara norðlendings.  Bíllinn hennar er töluvert skemmdur, en bíll þess gamla slapp víst betur.  Ég fékk dóttur mína sem betur fer heila til baka úr þessari norðanför.  Woundering   Ein sem saknar Fljótabúanna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Skítt með beyglur, bara ef stelpan er heil

Einar Örn Einarsson, 6.10.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Dísus hvað börnin, sem voru einu sinni börnin, eru allt í einu orðin stór með börn.  Var ekki vika síðan þau voru flest í Mýró - jó hó.  Allavega - gott að telpan slapp heil með myndavélina :)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband