10.10.2008 | 01:42
Á að finna sökudólgana?
Ég get sagt ykkur hver hann er. Brúskur "Bush" hans fjármálastjórn kom þessari skriðu af stað. Svo koma næstir fjárfestar af ýmsu þjóðerni, sem voru að fjárfesta í hlutabréfum sem er alltaf áhætta. Svo kemur almenningur í ýmsum löndum sem ætlaði sér að græða á hlutabréfakaupum. Svo er það almenningur í þessum löndum sem borgar reikningana. Eins og alltaf, ekki eru upphafsmennirnir látnir svara til saka. Það er allavega mitt mat. Ein sem tapaði ekki krónu á hlutabréfum. En þarf að borga dýru verði, með skertum lífskjörum næstu mánuði eða ár.
Neyðarfundur um fjármálakreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var Clinton sem byrjaði á gefa einkareknu bönkunum með fullkomna ríkistrygginu, Fanny May og Freddy Mac. Fyrirmæli um að lána sem flestum svo að allir gætu keypt íbúð óháð efnahag.
Bush skipti bara úr þriðja gír í fimmta. þess vegna fór landið á hliðina á 20 árum í staðin fyrir 30 sem það hefði annarsgert.
Fannar frá Rifi, 10.10.2008 kl. 06:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.