Játningar konu sem ætlaði ekki að hamstra.

Ég er sek um hamstur, ég fór í gær og keypti dömubindi, fljótandi sápur og sturtusápur.  Sem geta dugað fjölskyldunni minni fram að jólum.  Í síðustu viku keypti ég líka þrjár Hunt´s tómatsósuflöskur.   En ég ætla ekki að hamstra meira, nema kannski síkarettur ef ég finn þær á góðu verði einhversstaðar, annars er ætlunin að hætta að reykja ef síkaretturnar hækka mikið í verði.  Það er löngu tímabært hjá mér að hætta að reykja, svo ég mun fagna skorti á síkarettum.  W00t   Annars hef ég verið smá stressuð yfir fréttunum undanfarna daga, samt þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu.  Ég skil samt ekki hversvegna ég er stressuð, ég fylgist með fréttum allann daginn á netinu og hef ég hlustað á öll ávörp Geirharðs.  Er þetta tegund stress?  Sem ég vissi ekki um fréttafíkn, venjulega kem ég ekki nálægt tölvunni minni á daginn, núna get ég varla slitið mig frá henni.  Ein sem býst við látum um næstu helgi, ég held að mikill órói verði í borginni um helgina.   Vegna þess að það verður fullt tungl á mánudaginn, fjárhagsáhyggjur, stress og fyllerí verða mikil um helgina.  Það held ég allavega. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Ég gæti sem best trúað því að þú hafir rétt fyrir þér með helgina. Vona samt að svo verði ekki því nóg er nú samt. Ég fylgist líka svona með enda þó maður vilji láta sem ekkert sé, þá ber okkur skylda að mínu mati að fylgjast vel með.

Kærleiksknús á þig dúllan mín og þakklát er ég fyrir vináttu þína.

Tína, 10.10.2008 kl. 04:32

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Og fullt tungl í ofanálag...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 05:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allir fylgjast vel með núna....það ríkir neyðarástand á landinu. Ég hef ekkert hamstrað

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband