Stikkfrí

Mér finnst að ég ætti að vera stikkfrí, vegna ástandsins í þessari heimskreppu.  Vegna þess að ég hef ekki gert neitt af mér, ég er hagsýn húsmóðir sem eyði ekki um efni fram.  Samt virðist mér að ég, og mínir afkomendur þurfum að borga dýru verði annarra manna sukk.  Fjárfestingaglæframennirnir virðast vera á grænni grein og vera algjörlega stikkfrí.  Mér finnst þetta ekki vera í lagi, og allar þessar fjárfestingar elítunnar hafa mergsogið íslenskt hagkerfi og gert okkur að betlurum á alþjóðavísu.  Ég vona bara að ekki verði þjóðargjaldþrot hérna á okkar ástkæra Íslandi.  Ekki langar mig að borga brúsann fyrir þessa fyrrverandi "fjármálasnillinga" fjárglæframenn.  W00t   Ein kreppukona

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jafn ósanngjarnt og það hljómar þá er ekki í boði að vera stikkfrí. Við sköðumst öll bara mismikið.

Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 07:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei því miður við sköðumst bara mimikið

Hólmdís Hjartardóttir, 12.10.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já, en þjóðin má ekki gleyma þessu jafnharðan. Við sköðumst öll, en mis mikið. Það verður að búa svo um hnútana að þetta gerist ekki aftur að menn geti stundað fjárhættuspil með lífeyri og sparifé fólks, sem hefur unnið hörðum höndum og með ráðdeild náð að leggja fyrir einhverja upphæð til að njóta síðar.

Einar Örn Einarsson, 12.10.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Maður heyrir endalaust um fólk sem er búið að tapa öllum sínum sparnaði.  Ég hef líka heyrt það að venjulegum þjónustufulltrúum í bönkum hafi verið uppálagt að fá fólk til að færa sínar öruggu inneignir í hlutabréfasjóði "það væri svo miklu hagstæðara". Ekki vildi ég vera í þeirra sporum núna, búnir að hafa aleiguna af fólki, því þeir gerðu eins og yfirmennirnir sögðu þeim að gera

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Flottur og góður pistill hjá þér, Jóna min. ÉG þakka fyrir það í dag, að ég hef aldrei verið nógu rík til þess að fjárfesta í neinum hlutabréfum, en fullt af fólki í kringum mig er búð að missa lífssparnaðinn sinn í hlutabréfum bankanna. Og mér finnst það svei......

Við skulum bara vera glöð yfir því að eiga góða heilsu, góð börn og gott fólk í kringum okkur, er það ekki? Það er það sem alltaf hefur skipt mestu máli og núna flyst vonandi fókusinn meira yfir á þessi mál....

Bestu kveðjur og stórt knús til þín......

Lilja G. Bolladóttir, 13.10.2008 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband