Afhverju?

Afhverju eigum við að sækja um stuðning alþjóðagjaldeyrissjóðsins?  Eru engin önnur úrræði?  Á að fela þessum sjóði allar auðlindir Íslands í ótalmörg ár, þessar upphæðir eru eiginlega of stórar fyrir mig að skilja.  Eins og 4 milljarðar evra?  Hvað er það í íslenskum krónum?  Eigum við, börnin okkar og barnabörn eftir að vera í skuldafeni um ókomin ár?  Eigum við sem lifum í dag eftir að sjá jafnvægi í fjármálum þessa lands?  Mér finnst að þeir sem stofnuðu til þessara risavöxnu skulda erlendis eigi að sjá um afborganirnar af þeim, ekki ég og mínir afkomendur.  En þeir "bankarnir og stjórnendur þeirra" virðast vera lausir allra mála.  Ekki finnst mér þetta góð pólitík. 
mbl.is Ísland á að sækja um stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Best ef við gætum fengið aðstoðia frá norðurlöndunum

Hólmdís Hjartardóttir, 12.10.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóna, mér finnst þetta stórgóð grein eftir Indriða. Nú ætla ég að vera leiðinlegur: Fólk vill fá einfaldar lausnir, helst töfralasnir. Boðberar illra tíðinda og jafnvel þeir sem segja hlutina eins og þeir eru eiga ekki upp á pallborðið. Davíð hefur aldrei verið heilög kýr í mínum huga og hann ásamt Halldóri ber mikla ábyrgð á hvernig komið er. Hann er þó mun betri en sumir sem nú sjá sér leik á borði að gera hann að blóraböggli. Ég get vel skilið að  Samfylkingin vilji þvo hendur sínar en hún gerir það þá úr menguðu vatni.

Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 08:10

4 Smámynd: ÖSSI

Ég spyr líka hversvegna...var ekki alltaf sagt að bankarnir stæðu vel og ættu nægt eigið fé og væru bara í lausafjárkrísu?...nú ef svo er þá hljóta eignir að standa undir skuldum ekki satt...er þá eitthvað vandamál...Ég er reyndar ekki hagfræðingur eða með viðskiptavit en ég skil ekki allar þessar lántökur ef eiginfjárstaðan var svona sterk..

ÖSSI, 12.10.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband