Gott að brugðist er við vandanum svona fljótt

En mér er spurn, kemur þetta okkur vel?   Ég var í viðtali við franskann blaðamann í vinnunni minni í kvöld og töluðum við saman í u.þ.b hálftíma.  Hann spurði mig hver ég héldi að ástæða allrar þessarar fjármálakrísu væri, ég nefndi fyrst hrunið í U.S.A og undirmálslánin, svo dómínósáhrifin þegar lausafjárskorturinn og lokun lána milli banka.  Svo spurði hann hvernig þetta kæmi mér og minni fjölskyldu og sagði ég honum að ég væri í góðum málum, en að dóttir mín hefði tapað sinni íbúð og væri gjaldþrota í dag.  Svo spurði hann mig um það hvernig mér litist á rússalánið, ég sagði að ég væri á móti því.  Ef að við þyrftum á stóru láni að halda, væri best að það kæmi frá norðmönnum, eða hinum norðurlöndunum. 
mbl.is Ábyrgjast millibankalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Okey Jóna, ég er svo þreytt á þessu öllu, en ég er að hugsa um að gera eins og þú og fara á Mamma mia sing-a-long sýningu..... það væri allavega upplyfting í lífsins amstri núna. Og já, hell já, ég ætla að gera þetta

Lilja G. Bolladóttir, 13.10.2008 kl. 04:35

2 Smámynd: Tína

Knús á þig vinkona og vittu til................... í lok dags, þegar á heildina er litið, þá er ég klár á að dagurinn hafi bara verið nokkuð góður.

Tína, 13.10.2008 kl. 07:30

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

það er flott og gott að hafa góða málsvara fyrir okkar hönd á öllum stöðum.

Kristín Dýrfjörð, 14.10.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband