Það er gott að hafa verið blönk undanfarin 30 ár

Ég kann að spara, ég hef þurft að spara og vera hagsýn húsmóðir með börnin mín 6.  Þessi kreppa sem nú er skollin á okkur, á örugglega eftir að reynast mörgum erfið.  Það er gott að hafa alltaf þurft að vinna, þrátt fyrir öll börnin.  Ég hef fengið margar kennslustundir í því að neita börnunum mínum um fatnað, sem allir hinir krakkarnir hafa fengið.  Merkjavara, var og er ekki í boði hjá mér og mínum börnum.  Ég hef mest verslað á útsölum, og hef ég skroppið í nokkrar verslunarferðir til útlanda til þess að gera hagstæðari kaup en hægt var að gera hérna á Íslandi, samt eru nokkur ár síðan ég fór síðast í svoleiðis ferð.  Mér finnst slæmt að henda mat, og reyni ég að nýta það sem ég hef keypt.  Woundering   Ein hagsýn húsmóðir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Það er gott veganesti sem börnin þín hafa fengið hjá þér Jóna mín.

Eigðu svo alveg frábæra helgi fulla af gleði og óvæntum uppákomum

Tína, 17.10.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þú ert ein af þessum hetjum.

Einar Örn Einarsson, 17.10.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jamm - maður hefur verið blankur allt sitt líf og mun væntalega halda því áfram.  Ég er samt fegin því að hafa aldrei verið rík manneskja í bankaklíkunni.  Það er betra að vera blankur en hundeltur og hataður.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 18:38

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já ég hef alltaf verið að spara líka.....

Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband