Kreppublogg

Í fyrradag skrapp ég í fiskbúð til þess að kaupa mér fisk, ég hafði það í huga að kaupa eitthvað ódýrt í matinn fyrir mig og mín börn.  Fiskbúðin heitir Fiskisaga og datt mér í hug að kaupa gellur, þær voru alltaf ódýrar í gamla daga.  Mér blöskraði þegar ég sá verðið, heilar 1460 krónur fyrir kílóið af nætursöltuðum gellum Shocking  Ég lét mig samt hafa það og keypti 0.662 grömm af gellum og borgaði ég fyrir það 967 krónur.  Þótti mér það algjört okur.  Svo skrapp ég í Bónus í gær og keypti ég Lambahrygg á aðeins 1400 krónur kílóið.  Þannig var það ekki í gamla daga að kílóverð á gellum væri meira en kílóverð á lambahrygg Shocking  Núna verður étinn hryggur upp á hvern dag.  W00t   Ein hneyksluð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

OKUR

Hólmdís Hjartardóttir, 18.10.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst harðfiskur æðislegur en kaupi hann yfirleitt ekki vegna verðsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2008 kl. 02:46

3 Smámynd: Jens Guð

  Harðfiskur er ódýrastur á söluborðum í Mjódd.

Jens Guð, 18.10.2008 kl. 03:32

4 Smámynd: Tína

Jæks gellur  Að vísu skal ég viðurkenna að ég hef bara borðað þetta hjá mömmu og þessi elska er bara sá alversti kokkur sem ég þekki. En nógu slæmt var þetta hjá henni til að mig langar ALDREI aftur að borða þetta. Ekki slæmt að fá sér bara hrygg í miðri viku.

Knús yndislegust

Tína, 18.10.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband