20.10.2008 | 01:41
Ég vona bara að hann og Samfylkingin standi við stóru orðin
Ekki selja eigur okkar á brunaútsölu. Liggur svona mikið á, má ekki bíða og sjá til í nokkra daga á meðan málin skýrast? Ég vona bara að ef Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lánar okkur, verði sett að skilyrði að fagmenn verði ráðnir að Seðlabankanum. Það má ekki klúðra lausninni með fljótfærni. Svo er hérna smá frétt frá Reuters þar sem ég og frumburðurinn erum komnar í heimsfréttirnar bara fyrir það að mæta á mótmælafund.
http://uk.reuters.com//news/video?videoId=92427&src=vidAd1 Þegar rúm mínúta er liðin af þessari frétt birtumst við mæðgur á skjánum.
Össur: Ísland verður ekki selt á brunaútsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sá þetta þínar 15 mín af heimsfrægð
Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 01:53
Frekar 3 sekúndur af frægð 1.04 -1.07
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 02:02
Knús á þig elsku Jóna Kolbrún mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:11
Ég tek undir það að ég vona að eitt af skilyrðunum sé að skipt verði um stjórnendur Seðlabankans. Að vísu held ég að tveir þeirra séu bankamenn, en þeir hafa náttúrlega ekkert haft í yfirganginn í Davíð. Sem maður hefur heyrt sögur af alveg frá því hann var lögfræðinemi við H.Í.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.