Ég keypti íbúð af þeim árið "83

Þá hét það Byggingarfélag Gunnars og Gylfa, íbúðin sem ég keypti var á Rauðalæk 7 jarðhæð, hún var tilbúin undir tréverk og var 75 fermetrar.  Þá átti ég 2 börn.  Ég man það ennþá að útborgunin var var verðtryggð, þá var óðaverðbólga og þurftum við hjónin að taka lán til 10 ára bara til þess að borga verðbæturnar sem bættust við útborgunina.  Þá voru erfiðir tímar, verðbólgan var yfir 100% og eignaupptakan var alveg skelfileg.  En við komumst í gegnum þetta tímabil, en oft var þröngt í búi hjá okkur.   Svo liðu árin og börnunum fjölgaði og við þurftum að fá okkur stærra húsnæði og gerðum það.  Þannig hefur það örugglega verið hjá mörgum fjölskyldum á þeim árum.  Woundering   Ein sem man tímana tvenna
mbl.is Staðan verri en af er látið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úps - var  ég þarf stundum að muna að lesa yfir færsluna áður en í sendi hana. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rooosalaga mannst þú langt aftur......ég er allt of ung til að muna þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

rosalega

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 02:10

4 Smámynd: Tiger

Já Jóna mín - oft var ansi þröngt í búi hjá barnafólki þegar húsnæðiskaup voru í myndinni. Þessi ár hafa örugglega ekki verið mjög auðveld - en hjálp þeim vesalings barnafjölskyldum sem núna eru að berjast við kreppuna - kannski nýbúin að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Örugglega skelfilegt hjá þeim sem allt í einu eru komin með 10 - 15 milljónir úr lausu lofti ofaná aðrar skuldir sínar... ussuss.

Hafðu það ljúft Jóna mín, kreist og kram á þig.

Tiger, 21.10.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:13

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já Jóna satt segirðu.

Ég held að fólk hafi verið hamingjusamt þrátt fyrir þetta.

Svo að þetta er allt í lagi núna. VItanlega sárt á meðan við erum að breyta um gír. Hef fullan skilning á því.

Sumt hreinlega þurfti að breytast í okar annars ágæta samfélagi.

Einar Örn Einarsson, 21.10.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég á kjötfars og kjöthakk í frystikistunni,  3 yndisleg börn á öllum aldri og húsnæði sem smellpassar en er ekkert of stórt.  Þetta er allt sem ég þarf - hitt má fara fyrir mér.  Gæti þessvegna tekið strætó í vinnuna ef með þarf............

Ég man eftir þessum tímum sem þú talar um, en var ekki komin með aldur til að standa í pakkanum sjálf.  Heyrði bara aðra mér aðeins eldri tala um þetta og stóð á slétt sama, lepjandi kókópuffs í foreldrahúsum

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:00

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég keypti íbúð 1978 hæð og ris í norðurmýrinni og raunar þurfti maður ekki að hafa áhyggjur af afborgunum því lánin brunnu upp óverðtryggt og launaskrið kom líka,ég var í fraktsiglingum og verslaði mikið í útlöndum og það munaði miklu.Því miður er svo mikið talað og bullað og fólk með sögur og stendur ekkert af þessu sannsögli þetta fer illa með fólk og það þykjast svo margir vera með þetta allt á hreinu og vera með lausnina en svo er það bara loft.

Guðjón H Finnbogason, 21.10.2008 kl. 20:20

9 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 21.10.2008 kl. 21:12

10 Smámynd: Skattborgari

Ástandi er mjög misjafnt hjá fólki í dag sumir munu sigla í gegnum þetta auðveldlega en aðrir munu ekki geta það án þess að ríkið komi til hjálpar að einhverju leiti með vaxtabótum eða einhverju öðru.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband