23.10.2008 | 02:15
Fólk er fífl
Er það ekki málið, það er endalaust hægt að draga okkur Íslendinga á asnaeyrunum? Stjórnmálamenn treysta á sundurlyndi og aðgerðaleysi okkar. Einhverntíma heyrði ég sagt um okkur Íslendinga að við gætum ekki verið í her, vegna sundurleysisins. En ef á okkur yrði ráðist yrði hver einasti Íslendingur skæruliði? Ég er mjög ósátt við það hvernig kerfisbundið er þagað um þessa kreppu. Ég vil fá upplýsingar, NÚNA. Hvað er í gangi, á að bjarga útrásarliðinu? Á að þaga málin í hel?
Ein sem vill vita hvernig við stöndum sem þjóð, sem skattgreiðendur, sem vitibornar manneskjur.
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Upplýsingaflæðið er allt of lítið
Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 02:19
23.10.2008 | 00:22
Endalok Sjálfstæðisflokksins?
Sigmar var flottur í kvöld, Geir Haarde reyndi sitt besta, verjandi vondan málstað. Hvað stendur eftir? Kolbrunninn Sjálfstæðisflokkur kapitalismans, rúinn trausti, enda ábyrgur fyrir nánast öllu klúðrinu undanfarin ár. Það að halda hlífiskildi yfir stjórn Seðlabankans er síðasti naglinn í kistu Sjálfstæðisflokksins hvað varðar stjórn þessa lands. Þrælslund þess flokks við Davíð Oddsson er aumkunarverð. Burt með ykkur frjálshyggjupostular, þið eruð hreinn og klár viðbjóður á Íslenskri grundu.
Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 02:36
Hjartanlega sammála þér Jóna mín. Það er sko alveg kominn tími á að upplýsingaflæðið opnist. Við eigum rétt á því að vita hvað er í gangi. En mér finnst Geir láta eins og okkur komi þetta ekki við.
Jæja hættum samt ekki að brosa......... díll?
Knús vinkona
Tína, 23.10.2008 kl. 10:21
Já - maður er eitt spurningarmeki......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:24
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 18:21
Ég er sammála - ég vil líka fá meiri upplýsingar um stöðu mála og hvernig á að taka á málunum - ef það á þá yfir höfuð að gera það!
Knús og kram á þig Jóna mín!
Tiger, 23.10.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.