Hann blæs greinilega hraustlega í Hafnarfirði

Hérna á Nesinu er veðrið skaplegt, það hvín að vísu smá í vindinum en úti er alveg ágætt veður.  Hér varð stórtjón í kvöld á meðan ég var í vinnunni.  Örverpið var með vinkonu sína í heimsókn og voru þær að leika sér inni í svefnherbergi, svo heyrði ég að þær voru að leika sér inni á baðherbergi.  Áður en ég fór í vinnuna undraðist ég hvaða svarta rönd væri á baðkarinu og örverpið sagði að þær hefðu verið að baða dúkkurnar.  Shocking  Ég var nú smá hissa á því að svona mikill skítur hefði verið á dúkkunum.  Shocking  Svo var hringt í mig í vinnunni í kvöld, frumburðurinn var í símanum og sagði að allt málingardót þeirrar 18 ára væri horfið, og eyðilagt, það var tjón uppá u.þ.b 20 þúsund krónur.  Shocking  Örverpið fékk snyrtivörur systur sinnar lánaðar til þess að mála allar dúkkurnar. Shocking  Frumburðurinn spurði mig hvaða refsing væri við hæfi, ég sagði alveg svellköld "þið megið ráða refsingunni"  Shocking  Á morgun verður öllum dúkkunum pakkað niður og teknar úr umferð, og nokkrum hent.  Shocking  Ein sem þarf að borga tjónið. 


mbl.is Reyna að afstýra stórtjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æææææ

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband