Hvar á þetta eftir að enda? Burt með spillingarliðið!

Þessir ráðherrar eru ekki að vinna vinnuna sína sem við almúginn borgum þeim laun fyrir.  Er ekki kominn tími til þess að senda þá í launalaust frí?  Svo þeir geti farið að skoða atburði undanfarinna mánaða.  Þeir koma af fjöllum?  Eigum við að treysta þessu fólki sem við kusum yfir okkur?   Nei segi ég.  Ég vil fá þjóðstjórn, fagmanna sem geta gert eitthvað af viti, ekki humma allt fram af sér þar til allt er komið í klessu.  Ég er orðin MJÖG reið yfir ástandinu sem er raunveruleiki okkar í dag.  Enginn veit neitt og enginn gerir neitt í málunum sem brenna á okkur Íslendingum í dag.  Shocking   Ein sem vill spillingarliðið burt hvar í flokki sem það stendur. 
mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu það ljúft mín kæra

Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Að sjálfsögðu eiga þessir labbakútar að segja af sér.  Með framgöngu sinni undanfarnar vikur hafa þeir sýnt að þeir eru algjörlega ófærir í starfi.

Þetta með launalausa leyfið virkar víst ekki m.v. eftirlaunalögin sem þeir samþykktu sjálfum sér til handa.  Skv. því eiga þeir flestir ef ekki allir rétt á biðlaunum eða eftirlaunum þegar þeir hætta á þingi.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 11.11.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Tína

Nú segi ég bara eins og systir mín "sona sona kyss kyss".

Knús til þín kona

Tína, 11.11.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála, ég viðra tillögu að utanþingsstjórn á minni síðu

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

nú mamma ég helt að kreppan næði ekki til þín en jæja :D hehehhehehe ég helt að þú værir svo rík nei seigi svona en hafði það gott mamma mín og sofðu rótt ... í alla nótt og commentaðu hjá mér :D

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband