Sparnaðarráð húsmóður

Ég ætla að koma með nokkur sparnaðarráð fyrir stjórnendur þessa lands. 

1.  Skera niður kostnað til sendiráða, fækka sendiráðum niður í eitt í hverri heimsálfu, fækka starfsfólki sendiráða um allavega 50%. 

2.  Fækka þingmönnum, og ráðherrum um allavega 50% mætti alveg vera 75%  Reka alla aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra.

3.  Minnka ferðalög allskonar fólks sem ferðast á kostnað ríkissins til útlanda um 75%  senda bara fólk þegar algjör nauðsyn er.

4.  Endurskoða launakjör og eftirlaun þingmanna, lækka hvorutveggja umtalsvert.  Sjálfsskipuð laun sem ákvörðuð voru í "góðærinu"  felld niður.  Borga þeim sama og öðrum launamönnum.

5.  Setja þak á laun t.d 500.000 eða jafnvel minna, og eftirlaun líka. 

6.  Selja allar eignir sem auðmenn eiga í útlöndum og þjóðnýta þær.

 7.  Fella niður verðtryggingu einhliða og jafna áhættuna, á milli lántakenda og lánveitenda.

Svo eru góðar hugmyndir vel þegnar, en við verðum að spara og reyna að vera sjálfum okkur nóg um stundarsakir.  Smile  Ein hagsýn húsmóðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála mörgu þarna........tiltektin þarf að byrja hjá ríkinu

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála öllu nema fyrirsögninni:) ...

Katrín Linda Óskarsdóttir, 10.11.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég get kvittað undir flest af þessu.  Ég vil ganga lengra varðandi sendiráðin.  Þau þjóna engum þeim tilgangi í dag sem ekki má afgreiða í tölvupósti.  

  Sendiráðin eru til óþurftar.  Rándýr peningahít.  Það má leggja þau ÖLL niður.  Líka hina ofurdýru nýstofnuðu varnarskrifstofu og leggja af þetta kjánalega loftrýmiseftirlit sem sogar hundruð milljóna króna út um gluggann.

  Utanríkisráðuneytið er ein allsherjar peningahít.  Mont- og snobbstofnun.

  Ég set spurningamerki við fækkun þingmanna.  Nema fólk vilji 2ja flokka kerfi þar sem flokkarnir yrðu fljótlega alveg eins og aldrei tekið á neinu. 

Jens Guð, 10.11.2008 kl. 04:35

4 Smámynd: Tiger

Heyrheyr Jóna mín ... þetta eru góð ráð sem sannarlega mætti skoða niður í kjölinn!

Kannski þú ættir bara að koma þér fyrir á þingi og leggja þetta fyrir þingheim - ég kýs þig á þing!

Knús og kram skottið mitt ...

Tiger, 10.11.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband