12.11.2008 | 01:33
Andlátsfregn!!
Tölvan mín sem hefur verið þjónn minn undanfarin 4 ár lést í kvöld. Á meðan ég var í vinnunni minni. Ég fékk hringingu í vinnuna frá örverpinu sem var stödd hjá mömmu minni að rafmagnið væri farið af heima, hún gat ekki hringt að heiman þar sem við eigum bara þráðlausan síma. Ég hringdi í frumburðinn og bað hana að koma við og hjálpa krökkunum heima. Sonurinn var búinn að reyna að slá inn rafmagninu er það virkaði ekki. Ég sagði frumburðinum að prófa að taka tölvuna mína úr sambandi og setja öryggið á aftur, og viti menn um leið og tölvan mín var tekin úr sambandi var hægt að setja öryggið á aftur. Núna sit ég við tölvu sonarins og blogga ég þaðan, í kvöld. Ég verð að biðja minn fyrrverandi að hjálpa mér að greina bilun tölvunnar minnar. Ef það er bara skjárinn sem dó, á ég annann úti í bílskúr, en ef það er tölvan sjálf þarf ég að huga að tölvukaupum. Sem er náttúrulega ekki gott á þessum krepputímum Ein tölvulaus
PS: minn fyrrverandi er rafeindavirki!!
Athugasemdir
Hvurslags tilitsleysi er í tölvunni þinni að haga sér svona í kreppunni vonandi nær xið þitt að blása lífi í hana aftur alltaf fúllt þegar þær bila þetta er víst þarfaþing eða hvað hafðu góða nótt Elskuleg
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 01:47
góða nótt frú Brynja, og sofðu rótt í alla nótt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.11.2008 kl. 02:30
Já þannig allar myndirnar Af Dannaboy eru kannski tíndar ó mæ gooood .... Ég vona að Faðir minn geti lagað þetta.... Hafðu góðan dag mamma :*
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.