Dýrasögur

Hundurinn minn er hundfúll þessa dagana, ég ákvað að spara og kaupa hundamat í Bónus.  Ég keypti Pedigree hundamat á tilboði, ég fékk 7 kíló af að því er virðist óætum hundamat á aðeins 1990 krónur.  Svo fer maður að hugsa, er ekki í lagi með hundinn?  Getur hundur einstæðrar móður leyft sér að vera matvandur?  Nei segi ég.  Ég hef ákveðið að svelta hundinn þar til hann étur þennan frábæra tilboðsmat   Ef hundurinn vill ekki matinn, er hann náttúrulega ekki svangur.  Ég keypti í síðasta mánuði hundamat sem kostaði 1000 krónur kílóið og heitir Royal canin þann mat át hann með bestu lyst.  En ódýri maturinn í Bónus Pedigree og svo Euroshopper maturinn sem ég keypti í sumar eru víst algjört óæti að mati hundsins míns   Svo er önnur saga með kettina þau fá bara úrvalsfóður úr dýrabúðum, sem heita flottum nöfnum og éta allir kettirnir vel af honum og þrífast mjög vel.  Ein sem elskar dýrin sín

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dekurdýr

Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Ég hef aldrei fílað ketti en hundar eru mitt uppáhald.  Maður þorir aldrei að tala illa um ketti af ótta við gangrýni katta vina.  Man að Guðrún Á. Símonar sem sumir okkar eldri muna eftir var mikill kattarvinur sagði eitt sinn að þeir sem væru vondir við ketti hafi verið rottur í fyrra lífi, það kann að vera rétt.

Ragnar Borgþórs, 14.11.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Landi

Búinn að eiga ketti og hunda,hundar eru málið og "þá alvöru hundar" ég meina þá svona fullorðins

Landi, 14.11.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég man að minn hundur át pedigree dósamat, ekki þurrmat. Hann fussaði við þurrmat. Hundar eru auðvitað með sína skoðun á matnum ekki síður en kettir.  

Sigrún Óskars, 14.11.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur og góða helgi elsku Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég ætlaði að bjóða kisu minni svona Europris mat.  Jú jú - hún borðaði og fannst gott, en fékk þvílíka drullu.  Sem er slæmt þegar maður á loðinn kött....

Royal canin er úrvalsfóður, en Whiskas er líka alveg að virka

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Í gamla daga vann ég í sjoppu og ég dýrkaði Rorror horror picture show og geri enn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:44

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jeminn eini Rocky horror picture show, ekki rorror!!!  Ég var i hinni fartölvunni þegar ég skrifaði þessa athugasemd. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 01:09

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki man ég hversu oft ég sá myndina í Nýjabíó, ég hef séð hana óteljandi sinnum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:07

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Stelpur, ég fór nokkrum sinnum í Nýja bíó að sjá Rocky horror - myndin er bara snilld. Ætli það sé hægt að fá hana einhversstaðar á DVD?

Sigrún Óskars, 15.11.2008 kl. 23:15

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hún fékkst í Elkó í Kópavogi nýju búðinna í gær

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband