15.11.2008 | 01:58
Hundurinn minn <3
Þegar ég vaknaði í gær, var það fyrsta sem ég gerði að fara út með hundinn og fá mér eina síkarettu. Ég tók eftir því að hundurinn minn var haltur á báðum afturfótunum, hann gekk eins og gamall hundur þjáður af gigt, hann er samt bara 19 mánaða gamall hann Úlfur minn. Ég var náttúrulega áhyggjufull, sá fyrir mér ofurháa reikninga frá dýralækninum mínum. Eftir hádegið kom frumburðurinn í heimsókn og minntist ég á hundinn og sagði að hann væri eins og gamall gigtveikur hundur. Hún átti góða skýringu á helti hundsins, hún fór með hann í langan göngutúr á fimmtudagskvöldið og lét hún hann hlaupa mikið. Svo að skýringin var sú að hundurinn væri bara með harðsperrur. Enda kom það fljótt í ljós þegar líða fór á daginn, hundurinn var bara stirður með harðsperrur eftir mikil hlaup í fjörunni. Kisurnar sem fóru með þeim í göngutúrinn voru hressar og án harðsperra í dag, enda nenna þær ekki að hlaupa "bara til þess að hlaupa" Ein sem vill kaupa nýja tölvu og nýtt sjónvarp, alveg ótrúlega ódýrt og helst nýtt.
Athugasemdir
ræfils hundurinn en gott að þetta er ekki alvarlegt
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 02:02
Jújú hundar geta víst líka komist að því eins og við, að þeir séu með vöðva sem þeir vissu ekki einu sinni af.
En gott að heyra að hann jafni sig á þessu. Góða skemmtun svo í dag á útifundinum.
Knús á þig yndislega kona
Tína, 15.11.2008 kl. 13:12
Held ég yrði ansi stirð og mundi skakklappast um allt ef ég færi að hlaupa í fjörunni - eða bara yfirleitt. Hreyfing er víst ekki eitt af því sem ég hef verið of dugleg að stunda..........................
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.