20.11.2008 | 02:06
Hvernig á þetta lán að byggja upp trúverðugleika okkar?
Er það ekki síðasta úrræði, gjaldþrota þjóða að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Þetta lán á ekki eftir að byggja upp trúverðugleika okkar íslendinga á alþjóðavettvangi, nema síður sé. Ég er algjörlega ósammála þessari skoðun ISG, mér finnst það óhæfa að ég og mínir afkomendur séum komin með tæpar 50 milljónir í skuld á okkur við útlönd. Allt vegna stefnu stjórnvalda og bankanna, sem hafa ábyrgðarlaust fengið að skuldsetja okkur skrílinn. Ein brjáluð kreppukona, sem kvíðir komandi árum.
IMF samþykkir lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að við höfum ekki átt annan kost
Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 02:09
En að þetta lán auki trúverðugleika okkar á alþjóðavísu, ég hef enga trú á því.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.11.2008 kl. 02:11
sammála því
Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 02:16
Sæl Jóna.
Nei það gerir það ekki, en það hjálpar okkur að komast af stað,síðan á margt eftir að þróast, held ég og um það er óvissa.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:55
Þetta lán setur okkur á stall með gjaldþrota 3ja heims ríkjum.....sem við virðumst vera.
Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.