21.11.2008 | 02:25
Að setja á flot.
Þarf viðfangsefnið þá ekki að fljóta? Eða á bara að setja krónuna á flot, svo sekkur hún til botns og drukknar. Ekki myndi ég henda ósyndu barni út í sundlaugina. Þarf ekki fyrst að fá ábyrga menn til þess að kenna henni að synda, svo hún geti flotið? Kannski eru þetta of erfiðar spurningar fyrir meistarana sem áttu að sjá um sundkennsluna. Hvað sem því líður, þá er of seint að bjarga því sem er sokkið og drukknað. Þó það sé krónan okkar. Ég er búin að reyna að tengja þessa bloggfærslu við fréttina um ónýtu krónuna en það gengur ekki, kannski er búið að banna mig
Ein sem nennir ekki að reyna meira í kvöld.
Athugasemdir
Krónufleytingin verður erfið kannski eiga þeir flotkrónur i poka?
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 02:28
Ég gæti lánað þeim nokkrar flotkrónur. Sem ég á í eldgömlum sparibauk hérna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2008 kl. 02:30
sakna þín mamma ekki gefast upp í bardaganum um réttlæti :)
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 21.11.2008 kl. 11:15
Það var ómögulegt að kenna mér að synda, en enn flýt ég. Þetta er mjög léleg króna Jóna. Sko þetta rímar bara
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.11.2008 kl. 16:45
Já - hvar eru nú gömlu góðu flotkrónurnar sem ekki sökkva til botns. Jú sko til, þær eru úreltar..... ha ha ha, rétt eins og aðrar krónur.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.11.2008 kl. 19:33
Ertu nokkuð að meina mig Lísa? Ég er svo ofurviðkvæm innst inni en skelin er hörð
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.11.2008 kl. 19:36
Voru það ekki ál-krónurnar sem flutu? Við ættum kannski að framleiða meira af þessum ál-krónum til að halda okkar krónu á floti
mótmæli á morgun
Sigrún Óskars, 21.11.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.