21.11.2008 | 23:10
Guðlaugur tjáir sig það er glapræði. Burt með spillingarliðið.
Loksins þegar Guðlaugur tjáir sig, hefur hann þessa trú að kosningar séu glapræði. Það er nú með ólíkindum að hann tali ekki bara um sitt ráðuneyti og niðurskurðinn í heilbrigðisþjónustunni. Ekki hafði hann uppi mótmæli og gerði allt vitlaust til þess að forða þessum 10% niðurskurði sem IMF setti sem skilyrði fyrir láninu. Auðvitað á að kjósa í vor, annað kemur varla til greina. Svo þarf líka að koma stjórninni frá og seðlabankastjórninni líka. Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur. Allir sem eiga heimangengt á morgun, mæta að sjálfssögðu á Austurvöll klukkan 15.00 Sjáumst þar
![]() |
Kosningar væru glapræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo heldur hann sig víðs fjarri meðan hnífurinn hans er mundaður á skurðstofu og fæðingarhjálp á Suðurnesjum.....ört stækkandi sveitarfélagi, með þúsundir nema að Keili.
Nei, má ekki kjósa.....hann fengi kannski ekki kosningu
Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.