Kódak stundir

Föstudags smjörklípublaðamannafundirnir, eru náttúrulega vel til fundnir.  Mótmælafundirnir á Austurvelli hafa verið að eflast, það kemur fleira og fleira fólk til þess að mótmæla.  Ég vona að mætingin slái nýtt met á morgun.  Okkar hernaðaráætlun er betri en þeirra við viljum jafnrétti og jafnræði.  Ekki er ég í neinum samtökum, er bara reiður Íslendingur sem hef horft uppá hækkanir á matvöru um marga tugi prósenta undanfarna mánuði, enginn nennir að tala um það.  Bara ein núðlusúpa sem börnunum mínum finnst góð hefur hækkað um 100% síðan í sumar.  Ég sé fram á það fljótlega að eiga ekki fyrir mat út mánuðinn, býst við því í janúar.  Ekki verður mikið um dýrðir hérna um jólin, bara það nauðsynlegasta verður keypt.  Ein reið kreppukona, sem hefur ennþá vinnu.
mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já alltaf er eitthvað nýtt að koma upp á yfirborðið.

Ég mæti ásamt vinkonum mínum á mótmælafund á morgun.

ps.ég var búin að tína þér

Solla Guðjóns, 22.11.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Það er gott að þú fannst mig aftur, ég hálf týndi þér líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég mun mæta á morgun eins og ég hef gert undanfarna þrjá laugardaga.  Kannski hittumst við? 

En ég er hætt að taka hundinn með á þessa fundi, hann er alveg lost úr hræðslu.  Er búin að komast að því að hann er blendingur úr fjórum en ekki þremur kynjum eins og mér var sagt.  Semsagt Foxterrier, silkiterrier og poodle, en fjórða sortin er mús, hann Freddý minn er með músahjarta.

En hvað með það ég og Freddý segjum "Burt með spillingarliðið".

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband