22.11.2008 | 01:01
Kisublogg
Núna eru tæpar þrjár vikur síðan frumburðurinn minn flutti að heiman í sína eigin íbúð með kisurnar sínar tvær. Hún flutti ekki langt, bara u.þ.b 70-80 metra frá mér það eru bara 4 hús á milli okkar. Hún lokaði kisurnar sínar inni í tvær vikur, svo voru dyrnar opnaðar. Annar kötturinn hann Kjói kom hingað nokkrum mínútum seinna, og stoppaði stutt við svo fór hann aftur út til þess að angra eina kisukonu sem býr í nágrenninu, kisukonan hefur verið vinur hans Kjóa í mörg ár. Á tímabili vildi hann flytja til hennar, núna er hann reiður köttur og ræðst á kisur kisukonunnar. Kisukonan kom með hann Kjóa í fanginu og vildi losna við hann. Stuttu seinna kom hinn kötturinn, hún Kría og vildi bara vera hérna heima hjá mér. Frumburðurinn tók báðar kisurnar sínar heim um kvöldið og lokaði þær aftur inni í tvo daga. Um leið og hún opnaði dyrnar og fór út fylgdu báðar kisurnar henni hingað til mín. Síðan hef ég varla séð kettina hennar, þeir eru oft lokaðir inni, en koma með henni í heimsókn og hún tekur þá með sér heim að lokinni heimsókn. Mínar þrjár kisur eru mjög sáttar við fækkunina, þau fá meiri athygli hérna á heimilinu núna. Svo er hundurinn minn mjög spenntur þegar Kría og Kjói koma í heimsókn og þarf að þefa af þeim í bak og fyrir. Ein dýrakona
Athugasemdir
Gangi ykkur vel með að venja kettina á rétt heimili.
Síðan Betúel hefðarköttur flutti í kotið til okkar hefur hvuttinn minn orðið mun hlýðnari við mannanna orð. Ef við viljum að hundurinn komi til okkar tölum við eins og við séum að tæla nýbúann til okkar og voops Freddý Zanzibar mættur skælbrosandi. Hann er illilega abbó, en samt ekki nógu djarfur til þess að leggja í klærnar á kisu.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:26
Enginn hundur með viti leggur í klærnar á köttunum Minn hundur ber mikla virðingu fyrir kisunum, sérstaklega Rúsínu minni hún er hefðarköttur, sem lætur engann komast upp með neitt múður. Rúsína er drottning heimilisins. Hennar annað nafn er Voðafín.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:32
þau eru skemmtileg þessi heimilisdýr - hver með sinn "karakter"
Gangi ykkur vel og góða helgi
Sigrún Óskars, 22.11.2008 kl. 11:04
Heyrðu elskan, ég er allt í einu skráð inná gamla bloggið ekki ert þú svo klár að vita nafnið á nýja blogginu minu, annars mæli ég með að þú lesir nýju færsluna á þessu bloggi, reynslu saga veikinda þar sem ég hélt ég myndi deyja. Gleymdi nú samt að taka fram að ég skuldi meira en 40.000 kall útaf þessum veikindum.
Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 22.11.2008 kl. 11:56
upsi, á hún amma mín ekki afmæli í dag mamma?
Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 22.11.2008 kl. 11:56
Jú Kolbrún amma þín átti afmæli í gær, varð 88 ára.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.