27.11.2008 | 02:54
Bara þrír dagar eftir
Það er farið að styttast í það að dóttir mín Jóna Salvör og sonur hennar Daníel komi til Reykjavíkur, með þeim kemur kærasti Jónu sem ég hef ekki séð. Hann er frá Ungverjalandi og kynntust þau í Fljótunum þar sem Jóna og Daníel búa. Ég hef ekki séð þau síðan í byrjun júli. Ég hlakka mikið til þess að fá þau til mín. Þau ætla að vera hérna hjá mér í 3 - 4 daga. Daníel á að mæta hjá lækninum sínum þann 2. desember. Hann þarf að koma til Reykjavíkur tvisvar á ári í eftirlit hjá sérfræðingi. Daníel er með erfðasjúkdóm sem er víst arfgengur í þremur ættum á Íslandi, og vaxa beinhnúðar hér og þar í honum. Stundum þarf að gera aðgerð ef þessir beinhnúðar vaxa á viðkvæmum stöðum. Ég hlakka til þess að sjá þau.
PS: Sakí Lee takk fyrir hundamatinn sem þú sendir honum Úlfi mínum, hann étur hann með bestu lyst. Takk líka Siddý fyrir að keyra matinn til mín.
Athugasemdir
Njótt daganna með þeim
Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 09:28
Hæ Jóna Enjoy ....
Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 21:37
Hæhæ Jóna.
Góða skemmtun með familíunni.
Einar Örn Einarsson, 28.11.2008 kl. 00:10
http://en.wikipedia.org/wiki/Hereditary_multiple_exostoses Þetta er sjúkdómurinn sem Daníel er með
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.11.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.