Bara þrír dagar eftir

Það er farið að styttast í það að dóttir mín Jóna Salvör og sonur hennar Daníel komi til Reykjavíkur, með þeim kemur kærasti Jónu sem ég hef ekki séð.  Hann er frá Ungverjalandi og kynntust þau í Fljótunum þar sem Jóna og Daníel búa.  Ég hef ekki séð þau síðan í byrjun júli.  Ég hlakka mikið til þess að fá þau til mín.  Þau ætla að vera hérna hjá mér í 3 - 4 daga.  Daníel á að mæta hjá lækninum sínum þann 2. desember.  Hann þarf að koma til Reykjavíkur tvisvar á ári í eftirlit hjá sérfræðingi.  Daníel er með erfðasjúkdóm sem er víst arfgengur í þremur ættum á Íslandi, og vaxa beinhnúðar hér og þar í honum.  Stundum þarf að gera aðgerð ef þessir beinhnúðar vaxa á viðkvæmum stöðum.  Heart  Ég hlakka til þess að sjá þau. 

PS: Sakí Lee takk fyrir hundamatinn sem þú sendir honum Úlfi mínum, hann étur hann með bestu lyst.  Takk líka Siddý fyrir að keyra matinn til mín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Njótt daganna með þeim

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hæ Jóna  Enjoy ....

Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

 Hæhæ Jóna.

Góða skemmtun með familíunni.

Einar Örn Einarsson, 28.11.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://en.wikipedia.org/wiki/Hereditary_multiple_exostoses   Þetta er sjúkdómurinn sem Daníel er með

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.11.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband