29.11.2008 | 00:45
Af hverju er engin frétt um Morgunblaðið á mbl.is
Ég hef áhyggjur af mogganum okkar, þar á bæ er víst vafamál hvort þeir geti greitt laun starfsmanna. En samt eiga þeir sem lægri launin hafa, að fá útborgað um mánaðarmótin. Ég hef spurningu fyrir Morgunblaðsfólkið sem er svona. Hvað með Moggabloggið kostar það mikið? Eigum við kannski á hættu að Moggabloggarar verði eitthvað sem tilheyrði fortíðinni innan skamms. Ég er áhyggjufull, vegna þess að ef Morgunblaðið fer á hausinn. Hvað verður þá um okkur sem bloggum hérna á mbl.is. Eg bara verð að segja þetta.
Ein áhyggjufull
Athugasemdir
Ég huxa að þeir reyni að halda í netmiðilinn, því það er víst framtíðin. Þeir byrja sennilega á því að minnka umfangið á blaðinu og segja upp starfsfólki
Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 01:07
kannski við verðum orðin að liðinni tíð fljótlega?
Hólmdís Hjartardóttir, 29.11.2008 kl. 01:12
Ég var akkúrat að velta því sama fyrir mér og þú, Jóna.
Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 07:18
Ertu búin að leita af fréttum um þetta á vísir.is?
P.s. ég kem i mat í kvöld ef ég má
Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 29.11.2008 kl. 08:14
Þetta er allt í hæsta lagi undarlegt.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.11.2008 kl. 11:35
Ég trúi ekki að M.B.L. fari í gjaldþrot.
Guðjón H Finnbogason, 29.11.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.