1.12.2008 | 03:01
Helgarfríið var annasamt
Ég er búin að vera dugleg um helgina, á föstudaginn gerði ég mest lítið og slappaði af. Á laugardaginn var lagað til og þrifið smá í eldhúsinu. Klukkan 15.00 fór ég með yngstu og elstu dætrum mínum á mótmælafundinn, strax að honum loknum fór ég heim að elda. Ég átti von á Dóttur minni Jónu, syni hennar og kærasta að norðan. Svo kom Kolla dóttir mín með börnin sín 3 og minn fyrrverandi eiginmaður. Við vorum 13 í mat. Tækifærið var notað til þess að taka fjölskyldumyndir og var kærasti Jónu litlu myndasmiðurinn. Það er langt síðan við höfum verið öll hérna heima hjá mér, ef ég man rétt var það á aðfangadagskvöld í fyrra, en það gæti verið lengra síðan. Í dag voru gluggarnir í eldhúsinu og gardínurnar þrifnar og jólaljósin tendruð í gluggunum. Svo fékk stofan svipaða yfirhalningu. Aðventukransinn var skreyttur og kveikt á fyrsta kertinu á honum, svo er jólaskraut hér og þar núna.
Við kveikjum einu kerti á.
Athugasemdir
OMG tekur þú að þér, ég tapaði einhverstaðar jóladugnaði
Rannveig H, 1.12.2008 kl. 14:12
Sko mína.
Svipuð yfirhalning var tekin á þessu heimili um helgina.
Pongsi hefur aldrei séð svona jólavesen. Hann er svo hrifinn, alveg óborganlegt að fylgjast með honum.
Einar Örn Einarsson, 1.12.2008 kl. 21:51
He - setti aðventuljósin útí glugga - miðjan mín skreytti litla jólatréð sitt sem hún hefur inni hjá sér en sú litla dröslaði því svo inni í stofu. Var svo hugfangin af trénu. Gleymdi svo að það væri 1. des í dag þannig að bæði jóladagatölin eru óopnuð.....
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.12.2008 kl. 22:14
Dugnaðurinn í þér stelpuskott .. um að gera að koma aðventunni vel af stað og njóta þess að skreyta aðeins í kringum sig. Það gleður og léttir lundina sko! Ég setti einmitt upp jólagardínur í dag - og jóladúk á eldhúsborðið - grenilengju utanum útihurðina og ljós hér og þar ..
Sendi þér bara stórt aðventuknús skottið mitt og hafðu það ljúft ...
Tiger, 2.12.2008 kl. 02:11
Ég eldaði bara matinn, börnin sáu um þrifin og skreytingarnar. Eins og undanfarin ár á þessu heimili.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2008 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.