7.12.2008 | 02:16
Yndislegur dagur að baki
Ég var frekar dugleg í dag, fór á mótmælafund með dóttur minni Kollu, klukkan 15.00 og hitti Hólmdísi og Sigrúnu. Að mótmælafundinum loknum fórum við Kolla í jólagjafainnkaup. Við keyptum flestar jólagjafirnar í Hagkaupum í Skeifunni, og nokkrar í Rúmfatalagernum. Ég er mjög fegin að vera búin að kaupa flestar jólagjafirnar, þar sem desember er yfirleitt mjög annasamur í vinnunni minni á barnum. Á morgun er ætlunin hjá mér að pakka gjöfunum inn til þess að hafa allar gjafirnar tilbúnar fyrir jólin.
Á morgun byrjar ný vinnuvika hjá mér, svo ég ætla að taka það rólega heimavið og dunda mér með börnunum mínum og barnabarni sem er hérna hjá mér núna. Þessi helgi hefur verið góð og róleg. Ein afslöppuð, og þreytt
Athugasemdir
Ég hef mjög oft lesið bloggið þitt og fylgst með því enda mjög fróðleg lesning, en er hins vegar ný búin að uppgötva að þú ert mamma hennar Huldu, sem við höfum þekkt frá ársbyrjun 2005. Hún hefur mjög oft komið í heimsókn til okkar og leikið við litlu stelpurnar mínar sem eru 6 og 3 ára. Svo er Kolla dóttir þín búin að vinna með dætur mínar mikið og að sjálfsögðu þekkjum við þá þrjú af barnabörnunum þínum. Núna býr Kolla ásamt krílunum fyrir neðan okkur.
Gaman að þessu
Ég er alltaf að uppgötva betur og betur hve heimurinn er lítill.
Gangi þér vel.
Emma Vilhjálmsdóttir, 7.12.2008 kl. 03:18
Kolla sagði mér frá þér í dag, hversvegna þú hefðir óskað eftir bloggvináttu við mig. Ég hef oft lesið bloggið þitt undanfarna mánuði og var ég hissa á því að þú þekktir Huldu og Kollu dætur mínar. Heimurinn er ótrúlega lítill.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 03:36
Sæl Jóna Kolbrún.
Þú og Emma talið um hve heimurinn er lítill........og hann er það. Já jólin eru að koma og ég er ekki byrjaður á einu né neinu ...ástæða fyrir því.
Kveðja til ykkar.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 04:59
Það var gaman að hitta þig og þína fallegu dóttur í gær. 3ja barna móðir! mér fannst hún líta út fyrir að vera 18 ára
Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 11:21
Gaman að hitta ykkur mæðgur í gær.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.12.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.