Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til.

Ekki hlakka ég til jólanna, vegna kreppunnar hef ég ekki mikla peninga til þess að eyða í jólagjafir eða annað sem tilheyrir jólunum.  Svo er allt þetta jólastand ótrúlega mikil vinna fyrir venjulegar húsmæður, ég er sem betur fer ekki venjuleg húsmóðir þar sem börnin mín hafa verið dugleg að skreyta, þrífa og baka fyrir undanfarin og þessi jól líka.  Ég vinn alltaf á Þorláksmessu og þegar ég kem heim úr vinnunni stendur jólatréð skreytt og allt er þrifið og fínt fyrir jólin.  Þessi jól verða tvær dætur mínar að vinna kvöldvakt á Grund, þannig að við verðum bara 5 sem borðum hérna á aðfangadagskvöld.  Svo seinna um kvöldið, koma ættingjarnir í heitt súkkulaði  með rjóma og smákökur.  Í fyrra komu  yfir 25 manns í súkkulaði á aðfangadagskvöld W00t    Í kvöld þegar ég kom heim úr vinnunni voru tvær af stelpunum mínum búnar að baka tvær sortir af smákökum.  Það er gott að eiga börn sem taka þátt í jólaævintýrinu.  Ein stolt móðir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Frábært að hafa svona góða hjálparsveinka þegar þú ert að vinna frameftir öllu í desember.  Þú mátt svo sannarlega vera stolt  Ég er líka svona lánsöm, fjölskyldan sameinast um jólaverkin. 

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.12.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er svo margs annars að gleðjast á jólunum en gjafirnar þó þær spilistórt.Hvað getur verið yndislegra en að koma saman sötra kakó,skrafa og spila,gláða á mynd saman eða hvað sem til fellur.

Það gleður að gefa og sjá þakklætið. En maður getur líka gefið góða stund.

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú er heppin Jóna mín.  Þú átt yndisleg börn og það er allt sem þarf til að hlakka til jólanna.  Þak yfir höfuðið, jólailmur og glöð fjölskylda.  Hver þarf gjafir með svona fjársjóð?

knús á þig.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þær eru duglegar stelpurnar þínar....og eiga örugglega ekki langt að sækja það.

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: Sigrún Óskars

gaman þegar allir taka þátt í jólaverkunum - að það sé ekki ein manneskja sem sjái um allt. duglegir krakkar sem þú átt Jóna

Sigrún Óskars, 10.12.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband