10.12.2008 | 01:32
Siðleysi, hagsmunaárekstrar.
Þessi farsi í kringum bankahrunið ætlar ekki að fá farsælan endi, og óvilhalla rannsókn. Er þetta ekki lögbrot? Í kastljósinu í kvöld var Atli Gíslason frá Vinstri grænum og var hann á því að þetta væri ekki í lagi. Talað var um lögbrot og stjórnarskrárbrot nýsettra laga sem eiga að taka á þessu bankahruni. Að láta aðila sem hagsmuna hafa að gæta, endurskoða sjálfa sig og ættmenni sín lýsir ástandinu hérna vel. Stjórnvöld eru rúin trausti eftir fum og fát undanfarinna vikna. Burt með spillingarliðið.
KPMG vill rannsókn á störfum fyrir Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ARRGHHHHHHHHHHHH
Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 01:52
Stór hluti vandans er sá að stéttir sem starfa við endurskoðun og færslur voru þátttakendur í rússíbananum.
Lögga veitir almennum borgara áverka, - löggan fer með málið á öllum stigum.
Beturvitringur, 10.12.2008 kl. 10:31
já burt með spillingarliðið
Sigrún Óskars, 10.12.2008 kl. 17:14
Þetta endar með því að við verðum orðin svo tortryggin sárreið með helkalt hjarta. Mikið andskotans hvað mér er farið að líða illa með þetta og hver dagurinn toppar annan hjá þessu liði.
Rannveig H, 10.12.2008 kl. 21:27
já, eyrun á manni eru farin að ná uppfyrir kollinn; maður sperrir eyrun daglega yfir nýjum furðum og spillingum. Það passar... þá verður áfram hægt að draga okkur á asnaeyrunum :) Bloggið hjálpar mér aðeins að blása, allavega sýður ekki uppúr
Beturvitringur, 10.12.2008 kl. 23:18
Endurskoðendur verða að gæta óhæðis. Það virðist ekki hafa verið gert hér.....
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.12.2008 kl. 00:32
Uss já, þetta er ótrúlegt bull allt saman. Hvar ætli þessi vitleysa endi eiginlega? Það virðist alltaf velta upp meiri og meiri drulla þegar steinum er velt við hjá þessum háu herrum öllum saman ...
Knús í þitt hús Jóna mín ...
Tiger, 11.12.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.