Skilaboð mín til morgunvaktarinnar

Áður en ég fór heim úr vinnunni minni í kvöld skrifaði ég skilaboð til morgunvaktarinnar á barnum þar sem ég vinn.  Skilaboðin voru svona.  Skeggjaði, skítugi mannapinn sem var á barnum í kvöld er kolruglaður.  Ef hann kemur á morgun ekki afgreiða hann, kveðja Jóna Kolla.  Ég þurfti að henda ákveðnum manni útaf barnum í kvöld, vegna endurtekinna truflana mannsins við aðra viðskiptavini.  Hann fór út í góðu, að ég hélt.  Svo kom hann 2 tímum seinna til mín með þrefalda morðhótun W00t   Hann rétti mér þrjá  óskrifaða minnismiða frá Shell bensínstöð og sagði miðana morðhótanir, ég sagði bara takk fyrir.  Svona er Ísland í dag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband