Þeir hafa komið þar sem ég hef aldrei komið, í Þórsmörk

Ég verð nú að segja það að ég hef ekki farið víða hérna á Íslandi.   Ég er fædd hér og uppalin en hef aldrei komið austur fyrir Skógarfoss, í austur.  Svo hef ég komið norður nokkrum sinnum til Akureyrar, Siglufjarðar, Dalvíkur, Ólafsfjarðar, á Hofsós og í Fljótin þar sem dóttir mín býr.  En aldrei hef ég komið austur fyrir Vaglaskóg.  Þannig að ég á eftir að koma á alla staði fyrir austan Skógarfoss sunnan heiðar og austur fyrir Vaglaskóg fyrir norðan. 

 Ég var í sveit þegar foreldrar mínir fóru hringinn árið 1975 ásamt systrum mínum.  Ég hef að vísu komið til Hríseyjar og keyrt alla Vestfirðina sem krakki með mömmu og pabba, ég hef farið í flóabátinn Baldur og siglt yfir Ísafjarðardjúpið fyrir 40 árum síðan. 

Ég hef reyndar skoðað meira af Finnlandi, heldur en Íslandi.  Vinir mínir í Finnlandi eru svo duglegir að keyra mig til þess að ég kynnist Finnlandi betur.  Ég sendi kveðju til Hannele og Ilkka í Finnlandi og segi við þau takk fyrir mig. 


mbl.is Menn fundust í Básum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Líkt er á komið fyrir mér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 05:51

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku vinkona og ljúfar kveðjur:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

Jóna- þú verður nú að fara bæta úr því! Þetta er alveg yndislegur staður. Annars var þetta vinafólk mitt sem við vorum að sækja, og sáum ekki framá að komast til að sækja þau nema á breyttum jeppum. Til að fara sækja þá fengum við hjálp frá björgunarsveitunum sem stóðu sig eins og hetjur.

aðventukveðja,

Helen

Helen Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég skora á þig Jóna að skreppa í Þórsmörkina næsta sumar, þú verður sko ekki svikin af því.  Yndislegur staður.

Þú ert þó búin að hossast um aðalsvæðið, Vestfirðina

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þórsmörk er bara uppáhaldsstaðurinn minn hér á landi.  Þó það sé fallegt víða þá er þessi staður einhvernvegin alveg spes......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.12.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú verður að bæta úr þessu............þú átt allt það besta eftir

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 13:26

7 Smámynd: Tína

Ég á flesta þessa staði eftir sjálf.................. og líka Finnland!!

Knús á þig krútta

Tína, 11.12.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband