Nú er frost á Fróni

Frýs í æðum blóð og hurðin á bílnum mínum.  Þegar ég fór að versla seinnipartinn í gær var hurðin bílstjóramegin frosin.  Ég var með íseyði í vasanum og sprautaði í læsinguna, hurðin opnaðist en þá gat ég ekki lokað henni.   Þegar ég keyrði af stað þurfti ég að halda í hurðina, handvirkt W00t Sem betur fer hitnaði bíllinn fljótt og þegar ég keyrði inn í Reykjavík var læsingin þiðnuð.  Ég verð að muna að fara á smurverkstæðið mitt á morgun og láta smyrja allar læsingar á bílnum.  Ég var nú smá hissa að allt frysi vegna þess að bíllinn er nýsmurður, og yfirleitt muna þeir eftir að smyrja læsingar og hurðakarmana. 

Seinnipartinn þegar ég kom heim úr versluninni, pakkaði ég inn þeim jólagjöfum sem ég er búin að kaupa.  Um helgina verða síðustu jólagjafirnar keyptar.  Ég er það upptekin dagana fyrir jólin að það er gott að vera með allt tilbúið tímanlega.   Ein sem er yfirleitt alltaf á síðasta snúningi með allt sem þarf að gera. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Oh, hvað ég þekki þetta vandamál með bílhurðirnar

Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Rosalega ertu dugleg með jólagjafirnar. Ég er ekki byrjaður.

Spurning um að hafa góða snærishönk í bílnum svo hægt sé að binda aftur hurðirnar hehehhe.

Njóttu aðventunnar.

Einar Örn Einarsson, 13.12.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Beturvitringur

Þetta með snærið er fínt ráð (líka hægt að nota þegar pústkerfið hendir sér í götuna.

Annars reddarðu þessu með WD40. Fæst m.a. í Byko. Ég nota það á allt nema gigtina!

Norskur vinur minn sem var að koma sér inní íslenskuna, skyldi ekki hvað fólk söng hér ókennilega söngva, eins og:  "Nú er frost á frúnni"

Beturvitringur, 13.12.2008 kl. 13:37

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mér er kalt brrrrr

Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2008 kl. 20:24

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hmm, að vera með allt á síðasta snúningi þekki ég. Þó druslaðist ég til að ganga frá pökkunum til Danmerkur, en allt annað er eftir. O jæja þetta slampast samt.

Kær kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 13.12.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband