16.12.2008 | 02:54
Ameríska kerfið undirbúið.
Bráðum hafa bara þeir efnuðu efni á því að veikjast, velferðarkerfið er greinilega ekki á forgangslista þessarar ríkisstjórnar. Þarf maður að fara að kaupa sér tryggingu fyrir veikindum? Á að setja svipað kerfi á og hefur verið í Ameríku? Þeir fátæku í Ameríku fá ekki læknisþjónustu nema á nokkrum stöðum þar sem fólk getur sótt ókeypis læknisþjónustu. Mér finnst þessi ríkisstjórn aðeins vinna fyrir þá sem eiga peninga, "skríllinn" við sem borgum launin þeirra með skatttekjum okkar megum endalaust blæða meira og meira. Ég bara spyr, hvað næst? Hverju megum við búast við? Burt með spillingarliðið, strax. Við höfum ekki efni á þessu lengur.
Komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, nema að í Ameríku er kerfið frekar að þokast í hina áttina, öfugt við okkur.
Davíð Arnar (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 06:50
ARRRRRGGGGGGGHHHHHHHH
Solla Guðjóns, 16.12.2008 kl. 08:41
Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft talað fyrir komugjaldi
Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 12:09
knús á þig og góða ljúfa nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.