17.12.2008 | 02:11
Hvernig væri að öryggisráðið hjálpaði okkur?
Og samþykkti einróma að allir útrásarvíkingarnir verði sóttir til saka hvar sem næst í þá og ná í alla peningana sem þeir hafa komið undan, aflétt yrði bankaleynd og íslenskum almenningi bjargað frá því að sitja uppi með skuldir næstu áratugina. Hvernig væri það að setja lög á ríkisstjórnina og banna henni að sýsla með annarra manna peninga, þ.e.a.s skattpeningana okkar? Vegna þess hvernig stjórnvöld hafa staðið sig undanfarin 17 ár. Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
Mega elta sjóræningja á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski er öryggisráðið eina lausnin
Sigrún Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 12:09
Er ekki hægt að setja hryðjuverkalög á þetta lið. En eins og einhver sagði hér á bloggsíðunni. Allir ráðamenn eiga hagsmuna að gæta, þess vegna gera þeir ekki neitt. Kannski er öryggisráðið það sem þarf? Eru þeir ekki hvort sem er með nefið oní hvers manns koppi?
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.