Stigmögnun

Mér virðist ákveðin stigmögnun vera í mótmælunum.  Hver verður næst fyrir aðkasti?  Bakkabræður?  Kenndir við Bakkavör, eða kannski Hannes Smárason?  Eða kannski Björgólfsfeðgar?  Eða kannski Geir H Haarde, eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.  Eða kannski seðlabankastjórarnir?  Davíð Oddson eða hinir.  Eða kannski bankastjórarnir?  Sem núna eru í vinnu við það að rannsaka sjálfa sig.   Hvað með fjölmiðlana, sem ljúga og reyna að innprenta hugmyndum hjá sauðsvörtum almúganum?  Til dæmis að inngönguviðræður inn í ESB séu óhjákvæmilegar?   Allir eru að ljúga og svíkja eins og mest þeir meiga W00t   Í dag eru fáir trausts verðir, en einhverjir hljóta að vera heiðarlegir og grandvarir.  Allavega vona ég það, það á allavega ekki við spillingarliðið sem hefur komið okkur í þessar ótrúlegu ógöngur og skuldir undanfarin ár.  Burt með spillingarliðið, hvar sem það leynist. 
mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Finnst þér ekki magnað að aldrei/sjaldan er minnst á forstjóra Kaupþings, í öllum þessum umræðum um svikamilluhrappana. Reyndar ekki heldur mikið spjallað um forstjóra Kþ í London.

Hef á tilfinningunni að Sigurður Einarsson hafi stýrt öllum eins og strengbrúðum. M.a. virðist mér að hann hafi tyllt Hreiðar Má í forstjórastólinn af því að hann varð sjálfur að hætta sem forstjóri en gerðist þá bara stjórnarformaður Kþ.

Mig langar líka til þess að komist verði að því hvar/hvernig og að hverju þessir gaukar vinna núna, ég meina hvar eru þeir NÚNA eftir fallið og hvað ætli þeir séu að bauka

Beturvitringur, 18.12.2008 kl. 02:39

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála, það er forvitnilegt að vita hvað þeir eru að gera í dag.  Sigurður Einarsson er hættur að borga reikningana vegna sumarhallar sinnar samkvæmt fréttum, sem ég las í dv.is eða visir.is  ætli maðurinn sé blankkur?????   Ekki hef ég trú á því.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.12.2008 kl. 02:48

3 Smámynd: Beturvitringur

Ég er það mikið kvikindi að mér þætti það bara fínt. Hann er löngu búinn með kvótann fyrir ríkidæmi. Fæstir hafa fengið sinn kvótahluta og ættu hér eftir að fá allavega það sem þessir menn hafa leikið sér með, af almannafé.

Beturvitringur, 18.12.2008 kl. 03:20

4 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ég held að loksins sé fólk farið að mótmæla á réttu stöðunum flæmum þetta lið til útlanda

Guðrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 08:28

5 Smámynd: Beturvitringur

Nokkrir hafa þegar horfið til annarra landa - með auðæfin.  Mjólka þá fyrst hér á landi, svo má senda þá í hafsauga.

Beturvitringur, 18.12.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband