Tölvukaup standa fyrir dyrum.

Á morgun fimmtudag ætla ég að fara í ákveðna verslun hérna í henni Reykjavík og kaupa mér nýja fartölvu.  Ég er búin að vera "tölvulaus" í nokkrar vikur.  Ég hef samt getað stolist í tölvur barnanna minna á nóttunni þegar börnin sofa, bara til þess að blogga smá.  Ég sá tilboð á einni fartölvu sem mér líst vel á, og ætla ég að skella mér á hana.  Vegna þess að ég á fyrir henni, vegna þess að ég spara smá í hverjum mánuði til þess að mæta svona áföllum.  Mér finnst alveg ómögulegt að vera tölvulaus, ég þarf stað fyrir allar myndirnar mínar og  hafa alltaf aðgang að tölvu.  Ekki bíða eftir að börnin klári eitthvað, svo ég geti skotist til þess að útrétta í netbankanum eða skoða fréttir.  Þegar maður hefur haft sínar "einkatölvur" til afnota í 10 ár, er erfitt að vera án aðgangs að tölvu.  W00t   Ein

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er draumatölvan og er hún Toshiba og kostar 99.950 krónur.  Sonur minn á svipaða tölvu og elska ég hana. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.12.2008 kl. 03:25

3 Smámynd: Tína

Ætli þetta sé ekki sama tölvan og yngsti afleggjarinn minn er að safna fyrir?? En ég óska þér innilega til hamingju með nýju tölvuna og vona að hún nýtist og reynist þér vel.

Megaknús á þig

Tína, 18.12.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

oh - mig vantar eina líka........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.12.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

til lukku með nýja viðhaldið

Hólmdís Hjartardóttir, 18.12.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott hjá þér Jóna

Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir

Ég myndi aldrei láta móður mína bíða eftir að komast í tölvu :)

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 18.12.2008 kl. 15:18

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Til lukku með gripinn.

Einar Örn Einarsson, 18.12.2008 kl. 15:48

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jóna Kolbrún...  EKKI hafa Vista á tölvunni! Bara alls ekki. Láttu þá setja upp XP frekar. Windows Vista er handónýtt stýrikerfi. Ég er búin að nota það á PC tölvunni í eitt ár og ætla að skipta aftur í XP. Þetta eru eintóm vandræði!

Talaðu við mig ef þú vilt vita meira.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2008 kl. 01:56

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er með Vista í henni, en mér líkar best við xp home sem ég hef notað í 5 ár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.12.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband