Bloggað í nýju flottu fartölvunni minni!

Ég er að blogga úr nýju flottu fartölvunni minni sem er Toshiba Satellite.  Hún er búin Windows Vista og ætla ég að prófa það forrit í nokkrar vikur áður en ég tek ákvörðun um að nota það.  Ég á Windows XP home á diski sem get notað ef þetta Windows Vista er ekki að virka fyrir mig.  Ég sá frétt um daginn að Windows Vista væri stærsti vírus sem fyndist W00t   Ég er búin að safna fyrir þessari tölvu í eitt ár og staðgreiddi ég hana í gær.  Ég ætla að nota næstu vikur í það að læra að nota hana og prófa mig áfram.  Kannski set ég myndir úr myndavélinni minni inn í hana á morgun, og líka gamlar myndir sem ég á.  Sem betur fer átti ég allar myndirnar úr gömlu tölvunni minni skrifaðar á diska.  Eftir tjón sem ég varð fyrir þegar tölva hrundi og allar myndir sem ég hafði í tölvunni hurfu, eitt ár í lífi fjölskyldunnar minnar gufaði upp.  Það mun aldrei gerast aftur, núna skrifa ég þær á diska jafnóðum.  Ein stolt, sem á nýja fartölvu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Til hamingju með nýju græjuna

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.12.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Til lukku með hana. Mín er með Vista og ég er afar sáttur við það í dag.

Einar Örn Einarsson, 19.12.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir

Ég er með windos vista vri til í eitthvað annað, en sniðug þú að skrifa myndirnar á disk

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 19.12.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband