21.12.2008 | 02:01
Brjálað að gera fyrir jólin.
Ég var frekar dugleg í gær laugardag. Það var gestagangur hjá mér, minn fyrrverandi kom og tvær dætur okkar, svo var náttúrulega sú sem býr á Hofsósi ásamt syni sínum hjá mér, þau tvö hafa verið hjá mér síðan í byrjun desember. Ég stakk alla gestina af og fór á mótmælafundinn, þar hitti ég Hólmdísi, Sigrúnu og Láru Hönnu. Við þögðum saman í 11 mínútur svo spjölluðum við bloggvinkonurnar saman í smá stund.
Ég þurfti að flýta mér heim, þegar heim var komið dró ég minn fyrrverandi og son okkar í verslunarleiðangur. Fyrst skruppum við í Bónus og keyptum í matinn fyrir okkur öll, minn fyrrverandi borgaði þar. Svo skruppum við í Ellingsen og keyptum úlpu á örverpið. Við borguðum úlpuna saman, ég og minn fyrrverandi hann 30% og ég 70% Úlpan sem við keyptum er rosalega flott Didriksen úlpa og kostaði heilar 11.400 krónur fyrir staðgreiðsluafsláttinn sem var 10%.
Svo þegar gestirnir voru farnir bakaði ég tvær sortir af smákökum, rúsínukökur og súkkulaðibitakökur. Eftir baksturinn var lagað til og mesta ruslið flutt út í bílskúr þar sem það fær að bíða næsta árs, ekki nenni ég að fara í sorpu svona rétt fyrir jólin.
Ein þreytt húsmóðir, sem þarf að vinna næstu þrjú kvöld á barnum
Athugasemdir
OOh ég gleymdi að ég klippti Daníel og mömmu hans í kvöld. Daníel 2ja og 1/2 árs var á fullri ferð á meðan ég klippti hann, en mamma hans var róleg. Daníel var kominn með mjög sítt hár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2008 kl. 02:31
Þú ert ógeðslega dugleg...............
Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.