Landráð?

Hvers vegna er ekki búið að kæra Bretana fyrir það að setja á okkur hryðjuverkalögin?  Eru stjórnvöld hérna ennþá í feluleik með einhver málefni sem ekki meiga fréttast?   Hverra hagsmuna eru Íslensk stjórnvöld að gæta? 

Svo var annað mál sem þarfnast umfjöllunar, það er flokkakerfið og fjárveitingar til þeirra.  Fjórflokkarnir voru að hækka framlögin til sín, á meðan allskonar niðurskurður er á velferðarmálunum.  Ný framboð eru greinilega ekki velkomin hér á Íslandi, þar sem alræðisvald fjórflokkanna ræður.  Er einhver hissa á því að fólk mæti á mótmælafundina sem haldnir eru á laugardögum?   Ég vil að næst verði það líka baráttumál, að fjórflokkarnir útiloki ekki ný framboð.  Við þurfum nýtt fólk með nýja starfshætti á Alþingi.  Burt með spillingarliðið. 


mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/761675/   Þörf lesning fyrir alla sem hafa áhuga á málefnum dagsins í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.1.2009 kl. 03:43

2 identicon

Sæl jóna.

Veistu ekki að það er ekki búið að draga ættingjana og vini og vandamenn upp úr öllum efnahagsósómanum.þess vegna eru lappir dregnar og hugsanlega er maðkur í mysunni útaf lækkun á refsivöxtum frá Bretum inn í dæminu. 

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 04:03

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er foxill yfir þessum auknu fjárveitingum til flokkanna

Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 06:49

4 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt ár ljúfust og hafðu það gott á nýju ári

Brynja skordal, 5.1.2009 kl. 14:37

5 Smámynd: Sigrún Óskars

sammála þér - það þarf nýtt fólk - burt með spillingarliðið

Sigrún Óskars, 5.1.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband