Vonandi fer sprengingum að linna

Litla Úlfabarnið mitt er hrætt og hefur verið hrætt í rúma viku.  Hundurinn skelfur og titrar þegar allskonar sprengingar og ljósasýningar eru í gangi.  Kisurnar mínar eru alls ekki hræddar við þessi læti.  Í gær þorði hann Úlfur ekki út að pissa eftir klukkan 14.00  þá voru sprengingarnar byrjaðar hérna í nágrenninu.  Sú 18 ára fór með hann í göngutúr í kvöld, eftir að sprengingarnar voru hættar, þá loksins þorði hundurinn að pissa.  Hann er samt miklu betri en hann var í fyrra, þá át hann varla né drakk í rúma viku.  Núna hefur hann allavega haft matarlyst og er ekki alveg eins hræddur.  Ég er með einhverja rándýra kúlu með einhverjum róandi vökva í innstungu hérna í stofunni hjá mér, ég held að það sé Fermon.  Allavega er það eitthvað sem á að róa dýrin.  W00t   Hann er allavega rólegri en í fyrra, kannski er þetta að virka.  Ein dýrakona

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Sko, maður gerir ráðstafanir fyrir gamlárskvöld og þrettándann, en þetta er allan fjandans frá því fyrir jól og út janúar. Vaknaði með andfælum í morgun. Þetta er eins og á átakasvæðum, án þess að það sé nokkuð til að hafa í flimtingum.

Eins og þú segir þá eru það dýrin og litlir krakkar sem verða hreinlega miður sín. Það verður að afmarka þetta betur. Þetta er óþolandi. Vinkona mín missti tíkina sína þegar þau voru í sumarbústað milli jóla og nýárs minnir mig (ekki leyfilegur hvelladagur) Hún reif sig úr fangingu á húsbónda sínum og hvarf útí myrkrið. Fjöldi fólks leitaði hennar en hún fannst ekki fyrr en í birtingu daginn eftir, dáin. Hún hafði hlaupið fram af kletti. Dýrið hefur verið viti sínu fjær af hræðslu.

Hestum líður líka víða illa í hesthúsum nærri þéttbýli. Skelfileg aðkoma hjá einhverjum.

Gott ef satt er að þú hafir fengið eitthvað sem virkar róandi á ferfætta vininn þinn : )

Beturvitringur, 7.1.2009 kl. 04:30

2 Smámynd: Sigrún Óskars

æ aumingja Úlfur - nú er þetta búið - vonandi.

Sigrún Óskars, 7.1.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband