Að virða ekki reglur

Ég hef farið þangað nokkrum sinnum undanfarin ár og er kaðall strengdur í kringum Geysi, hvað var fólk sem var með íslenska leiðsögumenn að gera svona nálægt Geysi?   Er búið að taka kaðalinn?  Eða fór þetta fólk inn fyrir kaðalinn sem var þarna í fyrra?  Svo má spyrja til hvers að hafa leiðsögumenn sem vita ekki að Geysir er hættulegur? 
mbl.is Sluppu naumlega þegar Geysir gaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Kaðallinn er ekki í "kringum" hverinn, heldur aðeins meðfram göngustígnum, og auðvelt að fara fyrir endann á honum eða bara að klofa yfir.

Það var enginn íslenskur leiðsögumaður með, leiðsögumaðurinn, sem varaði við, átti fyrir tilviljun leið hjá.

Allir íslenskir leiðsögumenn vara við hættum á svæðinu, en fólk gerir sér enga grein fyrir hættunni, og enginn er vörðurinn til að passa uppá gesti staðarins.

Börkur Hrólfsson, 7.1.2009 kl. 01:59

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir útskýringuna Börkur, það þurfti allavega að klofa yfir eða fara fyrir enda á kaðli.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru ýmsar hættur í íslenskri náttúru

Sigurður Þórðarson, 7.1.2009 kl. 02:15

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn þekki hætturnar í íslenskri náttúru. Erlendis eru ferðamenn varaðir kyrfilega við hættum á fjölförnum ferðamannastöðum - hér virðist það háð einhverskonar geðþótta hvort sett eru upp viðvörunarskilti.

Er enn komið viðvörunarskilti í Reynisfjöru til dæmis?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.1.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Muddur

Sjálfsagt mætti setja upp fleiri viðvörunarskilti á Geysis svæðinu, en þegar eitthvað er girt af, líkt og Geysir, þá ætti það að benda fólki á að það sé ekki leyfilegt að fara að honum. Það sér hver heilvita maður að þessi kaðall sem strengdur er meðfram göngustígnum er ekki settur þarna til þess að fólk geti stutt sig við hann, eða sem skraut. Að vísu þyrfti kaðallinn að ná alveg kringum hverinn til að taka af öll tvímæli. Hvað Reynisfjöru varðar, sem og aðra hættulega staði, líkt og hvern einasta foss og klettabrún á landinu, þá á fólk að hafa til að bera einhverja smá skynsemi til að fara varlega. Til dæmis hjá Gullfossi þar sem mikill raki myndast á klettunum kringum fossinn, þess valdandi að þær verða sleipar. Eins ættu nú flestir að vita að brim er stórhættulegt ef maður fer of nálægt því. Það á ekki að þurfa að mata ferðamenn á gjörsamlega öllu.

Muddur, 7.1.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Sammála Muddi..... sýna smá heilbrigða skynsemi!!!!

Kristín Guðbjörg Snæland, 7.1.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband