Greinilega ekkert einsdæmi

Það hafa komið upp mörg mál undanfarin ár þar sem þýskar konur fyrirkoma ungabörnum.  Ég er mest hissa hversu vægur dómur er fyrir vanrækslu sem leiðir ungabarn til dauða.  Hvað ætli íslenskir dómstólar dæmdu foreldri sem hefur valdið dauða ungabarns, með vanrækslu eða með öðrum hætti?  Hver ætli refsiramminn hérna sé?  En samt hlýtur stór hluti kvenna sem valda dauða ungabarna að vera veikar sjálfar, og ættu kannski betur heima á geðsjúkrahúsum. 
mbl.is Fangelsi fyrir að vanrækja nýfætt barn sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að svona tilfelli hér á landi yrði skoðað út frá "geðveikis" sjónarmiði og viðkomandi yrði vistaður á Sogni eða sambærilegum stað.

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:05

2 Smámynd: Sporðdrekinn

"Konan sem sinnti herskyldu þegar hún átti barnið bar við að hún hefði ekki vitað af þunguninni, hún hefði verið í miklu áfalli og væri ábyrgð hennar því takmörkuð."

Ég er nú ekki alveg að kaupa þetta, það er ekki hægt að segja mér að heilvita manneskja láti barnið sitt deyja af því að hún "vissi" ekki að hún var barnshafandi.

Sporðdrekinn, 9.1.2009 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband