Vonandi verður fjölmenni á næsta mótmælafundi

Á laugardaginn kemur verður haldinn mótmælafundur eins og undanfarna laugardaga klukkan 15.00.  Vonandi verður fjölmenni á staðnum og friður.  Ég mun mæta eins og venjulega undanfarna laugardaga.  Ég vona að ekki komi til orðaskaks, eins og síðastliðinn laugardag.  Ég stóð rétt fyrir framan þennan mann sem byrjaði með frammíköllin, mér fannst hann ómálefnalegur.  Fram fram fylking forðum okkur hættu frá, því ræningjar oss vilja ráðast á.  Við verðum að sýna samstöðu, allir sem einn.  Ein baráttuglöð
mbl.is Lá við að fundurinn leystist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hörður baðst þennan mann afsökunar á borgarfundinum í gærkvöld.

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 05:41

2 Smámynd: Linda litla

En þú dugleg að mæta alltaf á laugardögum. Ég hef ekki farið á einn mótmælafund, fer mjööööög sjaldan í bæinn.

Linda litla, 9.1.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kannski hitt ég þig. Ég á mér þann draum að 98% þjóðarinnar mæti. Þá þarf ekki að rífast meira eða skiptast á skoðunum þegar rök eru ekki á valdi þess sem tjáir sig.  Það er fjöldinn sem skiptir máli en ekki lætin.

Júlíus Björnsson, 9.1.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Hvað ætli þurfi margir að mæta til þess að stjórnmálamennirnir taki tillit til skoðana mótmælanda?  Þeir fara bara sínu fram hvað sem við tautum og raulum.

Hef mætt nokkrum sinnum, en verð upptekin á morgun og kemst því ekki.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.1.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með Júlíusi

Hólmdís Hjartardóttir, 9.1.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband