Heilsusamlegir dagar að baki

Á föstudagskvöldið fór ég með tveimur dætrum mínum og hundinum í langann göngutúr, við gengum næstum því neshringinn.  Þegar ég vaknaði um hádegisbilið, voru börnin farin að streyma að frumburðurinn og Kolla með börnin sín þrjú komu klukkan rúmlega 12 og ég var nývöknuð.  Fyrir klukkan 13.00 vorum við öll komin ofaní sundlaugina hérna á Nesinu.  Ég, fjórar dætur mínar og þrjú barnabörn.  Við vorum í sundi til klukkan 14.20 þá urðum við að flýta okkur uppúr, við ætluðum að fara á mótmælafundinn á Austurvelli.  Það mátti ekkert slóra, við flýttum okkur og vorum ég og tvær dætur mínar mættar á Austurvelli á mínútunni 15.00.  Í bakaleiðinni var komið við í verslun og ýmislegt smálegt keypt.  Svo fór ég að elda fyrir allann skarann.  Í matinn var Hamborgarhryggur með pakkasósum, sveppum og rjóma.   Maturinn var mjög góður, ég hef aldrei áður eldað Hamborgarhrygg með öllu meðlæti.  W00t   Svo horfðum við öll saman á fréttir í kvöld og svo spaugstofuna sem var alveg þokkalega skemmtileg.  Ég og Kolla sofnuðum báðar yfir sjónvarpinu og vöknuðum við hressar eftir góðann lúr.  Hún fór heim með börnin sín klukkan 11.30.  Ein þreytt og draghölt eftir göngutúrinn í fyrradag W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband