11.1.2009 | 02:56
Ég var þarna á fundinum
Mér þótti ræðan hans Lárusar Páls Birgissonar alveg frábær, maðurinn kann mjög vel að ná til fjöldans. Ég væri alveg til í það að sjá manninn í framboði fyrir næstu kosningar sem verða í vor. Svo gæti ég alveg kosið hana Láru Hönnu ef hún byði sig fram í nýju framboði, og ýmsa aðra sem komið hafa að mótmælum undanfarinna vikna. Er ekki kominn tími til þess að finna þetta fólk sem við viljum sjá kosið í stjórn hins nýja Íslands? Hvernig væri ef fólk færi að tjá sig um það sem við viljum þegar þessi óstjórn fer frá? Ég hef ekki áhuga á því að kjósa þessa flokka sem eru í stjórninni núna. Ég vil sjá nýtt fólk með nýjar áherslur, heiðarleika til dæmis. Ein langþreytt á ástandinu í þjóðfélaginu okkar
Fjórtándi fundurinn á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ Kolla. Takk fyrir myndirnar.
Bestu kveðjur. Jökull
Þráinn Jökull Elísson, 11.1.2009 kl. 16:51
Einmitt, það þarf nýtt fólk, sem er heiðarlegt og hugsar um þjóðina ekki bara um sig sjálft.
Sigrún Óskars, 11.1.2009 kl. 22:25
er í svartsýniskasti
Hólmdís Hjartardóttir, 12.1.2009 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.