Ómanneskjuleg meðferð á flóttamönnum

Mér finnast þessar aðfarir Taílendinga frekar harðneskjulegar.  Að senda flóttamenn/ólöglega innflytjendur á haf út með bundnar hendur og bjargarlausa.  Hvað ef við Íslendingar stunduðum svipaða iðju við flóttamenn sem koma hingað, binda þá og skilja eftir á bátum langt frá landi.  Það hlýtur að vera manneskjulegri aðferð til þess að leysa þessi mál. 
mbl.is Hraktir aftur til hafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég bý norðanlega í Thailandi og 2svar til 3svar í viku fljúga sperngjuþotur hér yfir og sprengja allt sem kemir á radar á landamærunum í loft upp. Stundum er það kúahópur, stundum flóttafólk og stundum smyglarar.

Ekkert er gáð hvað það var sem reyndi að komast yfir lændamærinni frá Burma til Thailands. Mér finnst það mannúðlegt að draga báta út á haf aftur sem eru að reyna að koma ólöglega inn í landið.

Það sem íslendingar kalla harðneskju hér, er bara venjuleg mál í Thailandi.Thailendingar sjá afbrot eins og svart og hvítt. Menn eru hengdir hér á hverjum degi fyrir allskonar mál.

Þess vegna eru þeir með afbrotatíðni no. 2 í öllum heiminum. Singapore er no.1 Mér finnst þetta gott hjá þeim að dæma þá ekki heldur senda þá bara heim aftur. Thailendingar eru betru manneskjur enn íslendingar, svo mikið er víst.

Óskar Arnórsson, 16.1.2009 kl. 07:29

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hæ Kolla. Geturðu hjálpað mér að finna síðu umboðsmanns Alþingis?

Kv. Jökull

Þráinn Jökull Elísson, 16.1.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband