Einelti

Ég er búin að lesa bloggið hennar Hólmfríðar sem varð fyrir miklu einelti í Varmárskóla í Mosfellsbæ, ég las líka allar athugasemdirnar á blogginu hennar.  Það er með ólíkindum að nokkrir nafnlausir hafa skrifað athugasemdir hjá henni og saka hana um ýkjur og lygar.  Enginn sem kom fram undir nafni skrifaði þannig athugasemdir.  Ég dáist af stelpunni að þora að blogga um eineltið, og koma fram í sjónvarpinu.  Smile   Örverpið mitt er lagt í einelti í skólanum sínum hérna á Seltjarnarnesi, í Mýrarhúsaskóla er ekki tekið á einelti.  Það er látið viðgangast ár eftir ár.  Núna er nýr skólastjóri tekinn við, ég hef ekki ennþá rætt við þann skólastjóra.  En ég ætla ekki að láta yngstu dóttur mína fara í annann skóla, það verður tekið á eineltinu.  Mér finnst það verst þegar kennarar taka þátt í eineltinu á börnunum, ein dóttir mín lenti í því að bæði nemendur og kennarar tóku þátt í einelti.  Hún varð að hætta í skólanum þess vegna.   Það mun ekki koma fyrir örverpið mitt, ég ætla að láta í mér heyra og ég ætla að hafa hátt.  W00t   Ein ákveðin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já hafðu hátt.  Skólinn verðurað bregðast við.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 03:18

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér var boðinn flutningur fyrir hana í annann skóla fyrir áramót, en ég sætti mig ekki við það að þurfa að flytja hana í annann skóla.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 03:28

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Síðan er fundin!

Kærar þakkir. Jökull.

Þráinn Jökull Elísson, 17.1.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Dóttir mín lenti í einelti og starfsfólk skólans sem hún var í vildi helst bara ekkert vita af þessu og það eina sem þau gerðu var að gera illt verra.  Svo vorum við svo heppin að flytja á Seltjarnarnes og eftir smá stapp gekk allt mjög vel. Reyndar talaði ég ekkert sérstaklega við starfsfólk skólans, heldur ræddi málið við foreldrana á fundi í skólanum eitt kvöldið. Eftir það fór allt að ganga betur.  Það er reyndar nokkuð langt síðan þetta var, ég hélt að nú til dags væri starfsfólk skóla mjög meðvitað um þessa hluti þó mig renni í grun að einelti hafi því miður alltaf fyrirfundist og muni alltaf vera svo.

Ég óska þess að allt gangi vel hjá ykkur og vonandi þarf örverkið þitt ekki að flytja í annan skóla. Mér hefur alltaf fundist að ekki sé nógu hart tekið á hrekkjusvínunum, frekar að þau ættu að fara í annan skóla og upplifa það að vera utangátta.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 17.1.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Æ leitt að heyra þetta... en litla dóttir þín hefur marg oft talað um þetta mál við mig og henni líður greinilega mjög illa yfir framkomu krakkanna í sinn garð.  Það þarf eitthvað mikið að gera og það strax, svo barninu fari að líða betur í skólanum sínum.  Hún er svo falleg stelpa og yndisleg og góð í sér. 

Ekki gefa eftir, því það er réttur barnsins að fá að vera óáreitt í sínum skóla.  Svona ofbeldi setur svartan blett í sálina sem því miður fylgir manni alltaf. 

Gangi ykkur sem allra best í þessu máli, og endilega haltu umræðunni opinni og leyfðu okkur að fylgjast með hvernig skólinn ætlar að taka á hennar málum.  Láttu þá líka vita að alþjóð mun fylgjast með gangi mála. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:13

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er ótrúlegt að einelti skuli vera til staðar þegar hver skólinn á fætur öðrum hefur tekið upp einhverja flotta stefnu, sem virðist ekki virka. Mér finnst það enn hræðilegra þegar kennarar taka þátt í þessu og það á alls ekki að þagga þetta niður. Hún er hetja þessi stelpa að blogga um þetta og koma fram.

gangi þér vel með þína stelpu Jóna

Sigrún Óskars, 18.1.2009 kl. 10:27

7 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Ég er dóttirin sem lenti í einelti með kennarana og krakkana og ég var bara undir áreiti 24/7 ... því ég fekk ekki einusinni frið þegar ég var komin heim til mín...

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 18.1.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband