Svona upplifi ég kreppuna

Ég er einstæð móðir og er ég með 3 börn á mínu framfæri.  Eitt barnið er samt orðið 18 ára og fæ ég ekki meðlag, né barnabætur með henni.  Ég fékk póst frá Glitni í gær, þar var ný greiðsluáætlun fyrir þetta ár.  Ég hef borgað 83 þúsund krónur á mánuði undanfarið ár í greiðsluþjónustuna.  Innifalið í greiðsluþjónustunni eru afborganir af húsnæðismálastjórnarlánum, lífeyrissjóðslán, hiti, rafmagn, sími og tryggingar.  Nýja áætlunin er 112 þúsund krónur á mánuði og þýðir það kjaraskerðingu fyrir mig, ekki hækka launin á þessum síðustu og verstu tímum.  Svo er hin kjaraskerðingin sem felst í hækkuðu verði á allri nauðsynjavöru.  Ég sé ekki fram á það að endar nái saman hjá mér á næstunni.  Þessvegna mótmæli ég á hverjum laugardegi, ég hef ekki efni á þessari kreppu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nákvæmlega. Þar sem lítið er fyrir, verður skellurinn harðastur.  Vér mótmælum allir!

Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Ingibjörg SoS

VIÐ SKULUM - VIÐ KREFJUMST - OKKUR TEKST!

Þú ert hetja, Jóna Kolbrún, en þú og við öll sem berjumst í bökkum, eigum ekki að þurfa að sætta okkur við þennan endalausa barning.

Tek undir með þér, Sigrún - VÉR MÓTMÆLUM ALLIR - "ÖLL"

Ingibjörg SoS, 25.1.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir

Úff ekki gott, ég er einmitt að reyna að fá fyrrverandi kallinn þinn til að lækka leiguna hjá mér niður fyrir 130.000 ég er nú einstæð og ein af þeim fáu sem fá lægri laun fyrir fulla vinnu en  atvinnulaust fólk er að fá í atvinnuleysisbætur.

Annars er ég mjög fegin að þetta lán sem ég er með hefur ekkert hækkað og ekki afborgunin heldur, skítið (7,9,13).

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Minn fyrrverandi og pabbi þinn.  Hann er okrari.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Úff já - þetta eru almenn skítamál sem fólk er í - HFF

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.1.2009 kl. 01:28

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert dugleg í mótmælunum.Venjulegt fólk hefur ekki efni á kreppunni.

Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 22:59

7 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Þetta er ömurlegt... ég hef ekki einu sinni efni á að leysa út lyfin mín, hvað þá að klæða börnin mín.  Ömurlegt!

Greiðslubirgðir hjá mér eru langt umfram það sem ég hef til að spila úr. 

Gangi þér sem allra allra best á þessum erfiðu tímum. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 26.1.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband