1.2.2009 | 01:33
Ég hlakka til þess að lesa nýja stjórnarsáttmálann
Vonandi verða einhver úrræði fyrir þá sem minnst hafa í þessum nýja stjórnarsáttmála. Ég er einstæð móðir og íbúðareigandi. Ég var að fá sent frá bankanum mínum nýtt greiðslumat, vegna greiðsluþjónustunnar og mánaðarlegar greiðslur mínar hækka frá og með deginum í dag um 29.000 krónur. Þetta þýðir að lífskjör mín og barnanna minna skerðast mikið, og ef ég nefni líka hækkanir á nauðsynjavöru undanfarna mánuði. Ég er í djúpum skít, ef ekkert verður gert.
Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sama hér, vona að eitthvað verði gert sem skiptir máli.
Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:56
Sama sagan hér líka. Vona að nýja ríkisstjórnin geri eitthvað í málunum. Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 1.2.2009 kl. 15:30
þetta er hrikalegt
Hólmdís Hjartardóttir, 2.2.2009 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.