Hátækni sem virkar ekki

Ég hef mörg undanfarin ár verið fastagestur í sundlauginni á Seltjarnarnesi, að vísu með hléum.  Á síðastliðnu ári var sundkortunum breytt, augnskanni var mættur á svæðið.  Ég keypti mér kort og var sett í augnaskanna sem tók myndir af augunum mínum, og fór einu sinni í sund.  Svo liðu nokkrir mánuðir, ég ákvað að fara aftur í sund með börnunum mínum og barnabörnum.  Þegar ég fór í augnskannann var ég týnd, eða fannst ekki í kerfinu.  Svo fór ég aftur í gær laugardag, ég varð að borga mig inn.  Samt á ég inni 9 sundferðir, sem finnast ekki í kerfinu.  Arg, Garg.   Ég þoli ekki svona svindl, ég keypti mér sundkort sem ég get ekki notað.  Vegna þess að ég finnst ekki í kerfinu.  Svindl og svínarí.  Ein sparsöm W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

En ef þú gefur þeim illt auga meða lesið er úr skannanum? : )

Æi, fyrirgefðu bullið. En það er ekki þitt mál ef græjurnar ÞEIRRA virka ekki. Þeir geta ekki leyft sér að selja kort sem virka ekki og láta þig borga AFTUR. Farðu í þá. Maður á ekki að taka neinu svindli/annarra mistöku, þegjandi. : )

Ef þú vilt, skal ég lemja einhvern fyrir þig :Þ)

Eygló, 1.2.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Sigrún Óskars

er þetta svo bara til í tölvunni - og maður hefur ekkert í höndunum.

Þetta er svindl - bara tala við einhvern á "skrifstofutíma"

Sigrún Óskars, 1.2.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband